TILFINNINGASMIT: SENDIR ÞÚ ÓSKÝR SKILABOÐ?
Það er ekki auðvelt að skilja sjálfa(n) sig og enn erfiðara að skilja aðra. Til þess að átta sig á því af hverju það er svo flókið að skilja sig og aðra getur verið gott að greina á milli eftirfarandi atriða (Gosling, 2009). Í fyrsta lagi búum við yfir eiginleikum sem við vitum af og aðrir taka auðveldlega eftir. Það að vera hjálpsamur, íhaldssamur, stjórnsamur eða opinn er eitthvað sem dylst yfirleitt ekki.