Sólskin

SÓLSKINIÐ GERIR OKKUR KÆRULAUS, EN BIRTUSKORTUR EYKUR NEYSLUÞÖRFINA

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Það er full ástæða til að fylgjast vel með veðurspánni, því veðurfarið hefur áhrif á líðan okkar og þar með hvernig við hegðum okkur. Sólskinið gerir okkur viðmótsþýðari og viljugari til að þóknast öðrum. Á sólríkum dögum, hvort sem kalt sé í veðri eða ekki, erum við líklegri til að svara spurningum frá spyrlum og erum örlátari á þjórfé. Fólk er jafnvel rausnarlegra í gluggalausum hótelherbergjum ef þeim er sagt að úti sé sól heldur en ef þeim er sagt að úti sé skýjað veður.

Lesa meira