Rógur

ORÐRÓMUR, RÓGUR EÐA ÁRÓÐUR?

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Í kreppunni og þeim aðstæðum sem sköpuðust í íslensku samfélagi eftir bankahrunið 2008 hefur orðrómur og rógburður um náungann verið mjög áberandi í samfélaginu. Kreppuaðstæður eru kjöraðstæður fyrir dreifingu orðróma, því oft vantar upplýsingar um menn og málefni og mikil óvissa ríkir í kringum brýn atriði í umræðunni eins og t.d. hvað stjórnvöld eða fjármálastofnanirnar ætli sér að gera í hinum ýmsum málum. Í tímaritinu Psychology Today í desember 2008 birtist mjög áhugaverð grein um orðróm og flökkusögur (Clark, 2008).

Lesa meira