Fjármálafíkn

FJÁRMÁLAFÍKN: FLÓTTI FRÁ SJÁLFSKYNJUN

Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning hvað varðar fjármálafíkn og þau skaðlegu áhrif sem hún hefur á fíkilinn, hans nánustu, samstarfsmenn hans og alla þá sem verða fyrir barðinu á hegðun fíkilsins. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við þráhyggjuna sem fylgir fíkninni, afneitunina gagnvart eigin hegðun og mótþróann við að takast á við vandamálið. Þessir þættir standa helst í vegi fyrir því að fíkillinn viðurkenni hegðun sína og takist á við fíknina eða óstjórnanlegu hegðunina (Schaef, 1997).

Lesa meira