Þjálfun við fælni

Viðbrögð við fælni (fóbíu) styðjast við hugfræðilegar- og atferlisæfingar, sem hafa verið margreyndar og eru viðurkenndar aðferðir við að komast yfir fælni. Aðferðin byggir á því að geta gert grein fyrir þeim hugsunum sem tengjast fælninni og stjórna óhjálplegum fælniviðbrögðum. Æfingar eru settar upp til að bægja frá hugsunum sem auka á fælni, einnig eru atferlisæfingar þjálfaðar þar sem tekist er á við þau atriði sem valda viðkomandi fælni.

Kvíðastjórnun og streituráðgjöf

Mikill kvíði og streita fara illa með samskipti fólks og geta valdið ofsakvíða eða felmtursröskun. Aukin vitneskja um orsakavalda eykur möguleika viðkomandi á að ná að stjórna eigin viðbrögðum betur. Markmiðið er að viðkomandi geti haft jákvæð áhrif á eigin líðan og tekist betur á við lífið.

Hópsamstarf

Fagleg ráðgjöf þar sem hópar eru aðstoðaðir við að skilgreina sameiginleg markmið innan hópsins og skipuleggja samstarfið. Að fá fram starfsgleði og sameiginlega skuldbindingu fyrir hópsamstarfið. Fagleg ráðgjöf til að hindra mótstöðu og valdabrölt innan hópsins. Skilar sér í aukinni getu til að meta eigin frammistöðu, aukinni sjálfstjórn og aukinni getu til að deila vitneskju. Hópurinn fær faglega ráðgjöf til að vinna úr ágreiningi.

Áfallahjálp

Skammvinnri og tímabundinni samtalsmeðferð er ætlað að gefa jákvæð áhrif í hugrænni úrvinnslu og varna því að viðkomandi festist í stöðugum ótta og kvíða. Áfallahjálp er yfirleitt veitt sem allra fyrst og síðan viðbúið því að geta gefið framhaldssamtöl eftir því sem áfallið fer að angra einstaklinginn, hafa áhrif á líðan viðkomandi og ákvarðanir hans eða hennar.

Samskiptaþjálfun og stjórnendaráðgjöf

Samskiptameðferðir ganga út á að fá einstaklingana sem eiga í hlut til þess að skilja sjónarmið hvers annars og taka tillit til þess. Markmiðið er að hjálpa þeim að koma sínum eigin skilaboðum út til annarra á virkan máta og fá þannig fram æskileg viðbrögð frá öðrum.

Sáttamiðlun

Kerfisbundin aðferð við að ná sáttum og viðhalda sálfræðilegum samningi á milli starfsfólks og fyrirtækis. Sáttamiðlun getur líka verið öflug leið til að viðhalda tengslum á milli fyrirtækis og viðskiptavina þess, með það fyrir augum að komast að samkomulagi um málalok sem henta báðum aðilum.

Fróðleikur

Hugfari býður upp á hugræna handleiðslu og þjálfun. Lögð er áhersla á persónulega sálfræðilega þjónustu sem getur falið í sér bráðaþjónustu, klínisk viðtöl og jafnvel fræðslu eftir því sem talið er henta. Fyrirtæki, sem og einstaklingar, eru aðstoðuð við að taka fljótt á helstu málum svo sem flóknum úrlausnarverkefnum, áföllum, breytingarferlum, áreiti, eineltismálum, kvíða eða streitu, þannig að inngripið geti verið áður en vandamál stigmagnast sem þýðir að aðstoðin verður minni í sniðum og sérsniðin aðstæðum hverju sinni.

AÐ MEÐHÖNDLA VONBRIGÐI BETUR

Eftir Björn Vernharðsson úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Vonbrigði kalla oft fram vanlíðan og vonleysi. Það eru eðlileg viðbrögð. Þetta er ekki besta tilfinning í heimi, en óneitanlega hluti af litrófi lífsins. Við verðum fyrir vonbrigðum þegar væntingar okkar bregðast, óháð því hvort væntingarnar séu háleitar eða einfaldar. Vonbrigði eru nauðsynleg skilaboð sem þarf að taka mark á og fara eftir. Þau geta sagt okkur hvort væntingarnar séu að drífa okkur áfram til góðra verka eða almennt of háleitar og jafnvel úr takti við raunveruleikann.

Lesa meira

FJÁRMÁLAFÍKN: FLÓTTI FRÁ SJÁLFSKYNJUN

Eftir Björn Vernharðsson úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Það þarf að eiga sér stað vitundarvakning hvað varðar fjármálafíkn og þau skaðlegu áhrif sem hún hefur á fíkilinn, hans nánustu, samstarfsmenn hans og alla þá sem verða fyrir barðinu á hegðun fíkilsins. Fyrsta skrefið er að horfast í augu við þráhyggjuna sem fylgir fíkninni, afneitunina gagnvart eigin hegðun og mótþróann við að takast á við vandamálið. Þessir þættir standa helst í vegi fyrir því að fíkillinn viðurkenni hegðun sína og takist á við fíknina eða óstjórnanlegu hegðunina (Schaef, 1997).

Lesa meira

Svefnvandamál

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Rannsóknir sýna að röskun á svefni eykur álag á líkamanum á svipaðan máta og kvíði eða streita (Irwin, Wang, Ribeiro og fleiri, 2009). Því þarf að taka svefnröskun alvarlega og þjálfa sig svo að það verði ekki að krónísku vandamáli. Hérna ætla ég að gefa nokkur ráð sem geta verið hjálpleg þegar reynt er að bæta svefnvenjur og fá betri svefn. Það er betra að halda sig við reglubundna daglega venju.

Lesa meira

Fæðingarþunglyndi eða meðgönguþunglyndi (post partum depression)

úr flokknum einstaklingsráðgjöf

Hvað er fæðingarþunglyndi? Ef þunglyndiseinkenni koma fram innan 4 vikna frá fæðingu er það skilgreint sem fæðingarþunglyndi. Sömuleiðis ef um er að ræða þunga líðan eftir tvær vikur frá fæðingu ef hún er nær stöðug. Einkenni geta verið frá því að vera væg til þess að vera mjög sterk og fela í sér mikla vanlíðan. Væg einkenni þunglyndis og geðbrigða eru algeng og ber að vinna úr þeim með stuðningi, góðri hreyfingu, fjölbreyttu fæði og hvíld.

Lesa meira