Þarf ég meðferð?

 

Það er alltaf álitamál hvort einstaklingur þurfi að leita sér aðstoðar eða koma í meðferð hjá sálfræðingi en hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað þér við að meta þína líðan. Þær eru byggðar á lauslegri þýðingu á skala sem heitir Epstein Mental Health Inventory (Robert Epstein, 2010) ásamt því að hafa verið aðlagaðar að íslenskum aðstæðum.


Hvatvísi, reiði og reiðistjórnun
_  Ég á stundum erfitt með að hafa stjórn á reiðinni innra með mér.
_  Ég er oft hvatvís og það skapar mér oft erfiðleika í samskiptum við aðra.
_  Ég á það til að sökkva mér í veðmál (tölvur eða spil) og á oft erfitt með að hafa stjórn á hegðun minni.

Fíkn eða fíknhegðun
_  Ég hef neytt meira síðasta árið en áður og þarf meira en áður.
_  Ég hef reynt árangurslaust að hemja mína neyslu síðasta árið.
_  Neysla mín hefur valdið stöðugt verri samskiptum heima fyrir eða í starfi.

Þunglyndi
_  Ég hef átt erfitt með að fá nokkra ánægju af daglegum athöfnum síðustu tvær vikurnar.
_  Ég hef átt erfitt með að finna til lífslöngunar síðustu tvær vikurnar.
_  Mér finnst eins og mér hafi liðið verr og verr dag hvern síðustu tvær vikurnar.

Fælni
_  Ég óttast mjög mikið að fara í einstaka aðstæður og það hamlar mér í mínu daglega lífi.
_  Ég óttast mikið suma hluti eða sumar aðstæður og ég held að þessi ótti minn sé óhóflegur.
_  Ég óttast mjög aðstæður þar sem ég þarf að hafa samskipti við fólk.

Átröskun
_  Ég borða oft mjög mikið og síðan fer ég og æli því eða nota laxerandi til að halda mér í formi.
_  Ég er mjög upptekin af þyngd minni og formi og borða því og haga mér á þann máta sem gæti talist vera óvenjulegur.
_  Ég vil helst ekki borða eða melta neitt til þess að halda eðlilegri þyngd.

Áfall
_  Mér finnst ég oft hafa óþægilegar minningar tengdar áfalli sem ég varð fyrir.
_  Mig dreymir oft illa um hræðilega minningar eða erfiða lífsreynslu
_  Mér finnst ég oft endurupplifa hræðilegt áfall sem ég hef orðið fyrir.

Kvíði og kvíðaröskun
_  Síðustu sex mánuði hef ég fengið kvíðakast sem var erfitt að stjórna
_  Síðustu sex mánuði hef ég verið mjög áhyggjufull/ur um margvísleg atriði eða atburði.
_  Síðustu sex mánuði hef ég fundið mjög mikið fyrir óróa, mikilli þreytu, uppstökk/ur, uppspennt/ur eða átt erfitt með að einbeita mér.

Geðhvörf eða geðhvarfasýki
_  Síðasta árið hef ég átt við miklar óútskýrðar skapsveiflur
_  Síðasta árið hefur skapið sveiflast frá þunglyndi til mikils hugaræsings án nokkurrar ástæðu
_  Síðasta árið hafa komið miklar skapsveiflur oftar en einu sinni.

Þráhyggja
_  Ég á erfitt með að stoppa síendurtekna hegðun.
_  Ákveðnar sterkar hugsanir koma síendurtekið og valda mér miklum kvíða og ég held að þessar hugsanir sé órökréttar og of miklar.
_  Ég geri ákveðna hluti eða hugsa ákveðna hluti aftur og aftur til að róa mig niður og forða því að eitthvað vont komi fyrir mig.

Hvernig les maður svo úr þessu?
Þetta er ekki próf heldur lausleg skimun. Ef þú hefur merkt við eitt og eitt atriði að þá er gott að ræða um það við þína nánustu, en það er ekki líklegt að þú þurfir meðferð eða þurfir að leita til fagaðila út af því, ekki nema ef þér finnist það há þér og þú viljir vinna kerfisbundið bug á því.

Ef þú hefur merkt við tvö eða þrjú atriði í einhverjum af þessum flokkum, að þá er ráðlegt að leita aðstoðar fagaðila. Flest af þessum atriðum er hægt að vinna bug á með samtalsmeðferð eða lyfjagjöf eða blöndu af bæði. Mörg af þessum atriðum er hægt að vinna bug á með breyttu hugarfari og breyttri hegðun.

Björn Vernharðsson

Heimild:
Robert Epstein. (2010). Are You Mentally Healthy? Scientific American Mind. March/April. Bls 59.