Hugræn meðferð og ráðgjöf
Hugfari - Sálfræðiþjónusta
Hugfari býður upp á hugræna handleiðslu og þjálfun Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Lögð er áhersla á persónulega sálfræðilega þjónustu sem getur falið í sér bráðaþjónustu, klínisk viðtöl og jafnvel fræðslu eftir því sem talið er henta.

Fyrirtæki, sem og einstaklingar, eru aðstoðuð við að taka fljótt á helstu málum svo sem flóknum úrlausnarverkefnum, áföllum, breytingarferlum, áreiti, eineltismálum, kvíða eða streitu, þannig að inngripið geti verið áður en vandamál stigmagnast sem þýðir að aðstoðin verður minni í sniðum og sérsniðin aðstæðum hverju sinni.
 
Þarf ég meðferð? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar
Það er alltaf álitamál hvort einstaklingur þurfi að leita sér aðstoðar eða koma í meðferð hjá sálfræðingi en hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað þér við að meta þína líðan. Þær eru byggðar á lauslegri þýðingu á skala sem heitir Epstein Mental Health Inventory (Robert Epstein, 2010) ásamt því að hafa verið aðlagaðar að íslenskum aðstæðum.
 
Félagsfælni auki líkur á atvinnuleysi? Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Aðilar sem þjást af félagsfælni eiga erfiðara með að leita sér að starfi heldur en þunglyndir eða einstaklingar með almenna kvíðaröskun, samkvæmt samanburðarrannsóknum. Starfsviðtöl eru mestu streituvaldarnir fyrir flesta, en slíkt ferli getur verið óbærileg fyrir þá sem eru haldnir félagslegri fælni. Það getur
valdið því að þeir eru líklegri til að vera atvinnulausir og þegar þeir fá vinnu eru þeir sjaldnar í störfum sem eru við hæfi menntunar þeirra og hæfileika (Erica Westley, 2011).

 

 
Kulnun getur orðið langvarandi og skaðlegt ástand Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Kulnun eða þrot er ástand þar sem samskiptin fara smám saman versnandi og vanlíðan, svefnleysi og óeirð fer að verða meira og meira áberandi. Af því að þetta ástand getur verið að þróast smám saman er hætt við því að viðkomandi venjist þessu og sé ekki að vinna kerfisbundið út úr ástandi, heldur harkar af og heldur áfram að keyra sig niður í kulnunarástandið. Ásamt mörgum upplýsingum hér á heimasíðunni hefur verið sett upp sérstök heimasíða fyrir þá sem eru farin að þjást af kulnun:

www.kulnun.is

 

 
Gott uppeldi - Tíu boðorð Skoða sem PDF skjal Prenta út Senda hlekk á þessa síðu til vinar

Hér eru tíu helstu atriðin sem segja til um hvort uppeldið sé í góðum farvegi og gefi barninu öflugt veganesti út í lífið. Þessi listi byggir á sálfræðilegum rannsóknum og gefur forspá um hamingju barns, heilsu þess og árangur í lífinu.

 
 
Icelandic Danish English German Norwegian Polish Russian Swedish
 • Google Bookmarks
 • Twitter
 • Windows Live
 • Facebook
 • deli.cio.us
 • Digg
 • Folkd
 • Newsvine
 • reddit
 • StumbleUpon
 • Yahoo! Bookmarks